Undanfarin ár hefu skíðasvæðið í Skarðsdal í Siglufirði verið rekið á undanþágu vegna snjóflóðahættu.

Í janúar síðastliðnum féll mikið snjóflóð á svæðinu með þeim afleiðingum að skálinn eyðilagðist og mikið tjón varð á svæðinu.

Til stendur að færa skíðasvæðið með kostnaði sem hefur verið áætlaður um 250 milljónir króna. Sótt var um fjárframlag frá Ofanflóðasjóði en beiðninni var hafnað. Verið er að leita leiða til að fjármagna verkefnið, en Egill Rögnvaldsson forstöðumaður skíðasvæðisins telur að ekki sé nægjanlegur tími til stefnu, til að hægt sé að færa svæðið fyrir komandi vetur. Það er því ljóst að ef ekki fæst enn einu sinni undanþága til að reka svæðið með sérstöku snjóflóðaeftirliti verður það lokað í vetur.

Skíðasvæðið er ein meginstoð vetrar-ferðaþjónustunnar á Siglufirði þannig að lokun þess mun hafa mikil áhrif á atvinnulífið og samfélagið í heild sagði Elías Pétursson bæjarstjóri í samtali við Rúv.