Á miðvikudögum í vetur hafa þær Sigrún Þór, Gígja, Karólína, Agnes Þór og Fanney Hafliðadóttir ( sjá forsíðumynd) staðið fyrir félagsvist BF og er þetta þriðji veturinn sem þær gera það.

Ágóðinn rennur í barna- og unglingastarf Blakfélags Fjallabyggðar.

Föstudagskvöldið 27. maí færðu þær félaginu ágóðann af vetrinum og af því tilefni bauð félagið þeim út að borða á Torginu og færði þeim glaðning.

Félagið þakkar þeim kærlega fyrir þeirra framlag og vinnu sem er ómetanlegt fyrir starfsemi BF.

Spilakvöldin munu hefjast á nýjan leik í haust og hvetjum við fólk til að mæta 

Mynd/Blakfélags Fjallabyggðar