Nú rétt í þessu eða kl. 09:20:35 að staðartíma var jarðskjálfti í Ólafsfirði um 4 á Richter. Samkvæmt Veðurstofunni var skjálftinn um 7,6 Km norð-norð vestur af Gjögurtá.

Skjálftinn fannst mjög greinilega í Ólafsfirði að sögn Magnúsar Ólafssonar skólastjóra Tónlistarskólans á Tröllaskaga sem sat við vinnu sína.