Eitt af kosningaloforðum núverandi meirihluta í bæjarstjórn Fjallabyggðar var að aldraðir og öryrkjar fengju frían aðgang í sund og tækjasal.

Á fundi bæjarráðs Fjallabyggðar þann 30.10. 2018 kemur fram að frá 1. janúar 2019 verði gjaldfrjálst fyrir öryrkja og eldri borgara 67 ára og eldri, íbúa Fjallabyggðar í sund og líkamsrækt.

Sjá eldri frétt: Hvenær frá aldraðir og öryrkjar frítt í sund og sal?

 

Frétt og mynd: Kristín Sigurjónsdóttir