Samhliða sveitarstjórnarkosningum sem fóru fram þann 14. maí var jafnframt skoðanakönnun um nafn á nýju sameinuðu sveitarfélagi Akrahrepps og Sveitarfélagsins Skagafjarðar.

Niðurstöður voru sem hér segir:

Skagafjörður 1110

Sveitarfélagið Skagafjörður 852

Hegranesþing 76

Auðir 76

Ógildir 3

Niðurstöður skoðanakönnunar eru leiðbeinandi fyrir nýja sveitarstjórn sem tekur endanlega ákvörðun um nafn á sameinuðu sveitarfélagi þegar hún kemur saman á fundi í júní nk.