Að sögn Sævars Freys Ingasonar hafa jólin gengið áfallalaust fyrir sig hjá lögreglunni á Tröllaskaga.

Engin útköll voru tilkynnt í heimahús, enginn tekinn fyrir ölvunarakstur og umferð með besta móti enda færð með eindæmum góð miðað við árstíma.

Lögreglan á Tröllaskaga þjónustar Dalvík, Ólafsfjörð, Siglufjörð og nágrenni og sendir öllum íbúum þar sem og öðrum landsmönnum bestu nýársóskir og þakkar fyrir tillitssemina og samvinnuna á liðnu ári.