Í frétt Trölla.is frá því 2. desember kom fram að Anna Hermína hefur staðið fyrir jólagjafasöfnun undanfarin ár fyrir jólin í samvinnu við mæðrastyrksnefnd. Pakkana sendir hún síðan suður til mæðrastyrksnefndar sem úthlutar þeim til þeirra sem minna mega sín. Sjá frétt

Í fyrra sendi hún frá sér um 200 pakka en í ár sendi hún 259 pakka til mæðrastyrksnefndar. Það voru ekki eingöngu einstaklingar sem gáfu í þetta góða málefni heldur nokkur fyrirtæki hér á Siglufirði sem létu gott af sér leiða eins og Snyrtistofa Hönnu Siggu, Siglufjarðar Apótek, Kjólakistan, Primex, Síldarminjasafnið og Kjólakistan.

Í ár hafa komið ríflega 800 umsóknir frá fjölskyldum til mæðrastyrksnefndar í Reykjavík, eru það þá 2400 einstaklingar ef miðað er við þrjá í hverri fjölskyldu svo þörfin er brýn.

Hér má sjá kveðju sem Anna H Pétursdóttir sendi Önnu Hermínu þegar pakkarnir voru komnir til Mæðrastyrksnefndar

Mynd: Anna Hermína