Tilboð bárust frá tveimur aðilum sem áhuga hafa á dúntekju á Leirutanga á Siglufirði.

Á  268 fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var lagt fram vinnuskjal Eflu verkfræðistofu, þar sem fram kemur að tilboð voru opnuð í verkið Dúntekja Leirutanga Fjallabyggð, mánudaginn 3. maí 2021.

Þeir aðilar sem sóttu um :
Birkir Ingi Símonarson kr. 588.000.-.
Árni Rúnar Örvarsson, Icelandic Eider ehf. kr. -1.544.560.-.

Lagt var til að gengið verði til samninga við Árna Rúnar Örvarsson sem skilaði inn hagstæðara tilboði, þar sem tilboðið miðast við að greiða Fjallabyggð fyrir verkefnið og samþykkti bæjarráð að taka því tilboði.

Mynd/Steingrímur Kristinsson