Ásdís Aþena er ung og efnilega tónlistarkona á Hvammstanga sem var að gefa út sína fyrstu plötu.
Platan heitir Break Apart og inniheldur fjögur lög. Þrjú eftir hana og eitt svo kallað coverlag sem er Running up that hill eftir Kate Bush, þá í flutningi Ásdísar Aþenu.

Platan á Spotify.

Platan er unnin í samstarfi við Guðmund Helgason – Mundih Music.

Fyrir jólin 2020 sendi Ásdís frá sér jólalag sem fékk spilun á FM Trölla svo að ljóst er að þessi unga dama er rétt að byrja í tónistinni.