Um helgina verður mikið um að vera á Hvammstanga og nágrenni. Má þar meðal annars nefna:

Jólamarkaður í félagsheimilinu verður opinn í Félagsheimilinu Hvammstanga 1. desember milli kl. 11:00 og 17:00. Þar verður m.a. hægt að versla heimagert handverk úr héraðinu.

Svo er það Jólafjör í KIDKA, en þar verða krakkar úr hestafimleikum með sýningu 1. desember kl. 13:30.

Jólatónleikar Jólahúna verða á Skagaströnd, Blönduósi og Laugarbakka. Tónleikarnir á Laugarbakka verða haldnir í Ásbyrgi á morgun, 1. desember, og hefjast kl. 17:00 og svo aðrir kl. 21:00.

Heimafólk stígur svo á stokk á tónleikunum Ilmur af jólum – Blönduós, sem hefjast kl. 17:00 í Blönduóskirkju.

Sunnudaginn 2. desember verður Hvammstangakirkja með aðventuhátíð sem hefst kl. 18:00.