Tveir útskriftarnemendur frá Verkmenntaskólanum á Akureyri, þeir Birgir Ingvason frá Ólafsfirði og Birnir Kristjánsson frá Dalvík kynntu lokaverkefni sitt frá skólanum á dögunum.
Verkefnið byggist á hugmynd þeirra um að smíða snúningsbekk fyrir rörasuðu. Þeir vildu smíða eitthvað sem kæmi að notum eftir útskrift en lenti ekki ónotað í geymslu, og safnaði ryki.
Á meðfylgjandi myndbandi kynna þeir verkferlið á hugmyndinni og fyrirhuguð not.
Ljóst er að þarna eru á ferðinni ungir og efnilegir menn sem eiga eftir að nýta menntun sína samfélaginu til heilla.
Nám í vélstjórn við VMA skiptist í A, B, C og D réttindi og fá nemendur réttindin jafnt og þétt yfir námstímann.
Nám til D réttinda tekur 5 ár og lýkur með réttindum til að starfa sem vélstjóri, ásamt stúdentsprófi.
Námið er einnig góður grunnur undir framhaldsnám í tæknitengdum greinum í háskóla.
Sjá nánari upplýsingar um námið: HÉR
Mynd/Skjáskot úr myndbandi