Á samfélagsmiðlum hafa orðið til lokaðir hópar þar sem verið er að deila myndböndum af unglingum í slagsmálum og oft eru þetta grófar líkamsárásir. Þátttakendur í slíkum málum eru bæði stelpur og strákar og oft unglingar á grunnskólaaldri. Dæmi eru um að slíkar árásir hafi mjög alvarlegar afleiðingar í för með sér.
Mikilvægt er að foreldrar og þeir sem vinna með unglingum ræði þá hættu sem þessu fylgir. Brýna fyrir þeim að það fylgir líka ábyrgð að vera á staðnum sem áhorfandi. Ásamt því að ítreka fyrir unglingum að þeir séu ekki að taka upp slagsmálamyndbönd og dreifa þeim á samfélagsmiðlum.
Lögreglan hvetur ungmenni til að láta einhvern fullorðinn vita eða hafa samband við lögreglu í símanúmer 112 ef þau verða vitni af eða vita af slíkum slagsmálum.
Ekki horfa, deila, kommenta eða læka ofbeldi á samfélagsmiðlum.
Mynd/pixabay