Andri Hrannar Einarsson

Í dag eru akkúrat 8 ár síðan ég sendi út minn fyrsta útvarpsþátt. Það var föstudaginn 26. apríl 2013 kl 13:00 sem þátturinn ”Eru ekki allir í stuði” fór í loftið.

Sá þáttur varð ekki langlífur því viku síðar startaði ég þættinum ”Frjálsar Hendur Andra” og var sá þáttur alla virka daga á Trölla um nokkurt skeið.

Mánudaginn 30 apríl 2018 kl. 13:00 hófst nýjasti þáttur minn á Trölla. Sá þáttur ber nafnið ”Undralandið” og hefur sami stjórnandi spilað sömu lögin og röflað sama bullið á sömu útvarpsstöðinni síðan þá.

Ég þakka kærlega þeim sem hafa nennt að hlusta.

Kveðja Andri Hrannar