Það er komið í ljós hverjir verða mótherjar KF í fyrsta leik sumarsins í 2. umferð mjólkurbikarsins 2021.

KF sat hjá í fyrstu umferð og mæta því Dalvík/Reynir, sem vann sinn leik í fyrstu umferð.

Sigurvegarinn fer svo áfram í 32. liða úrslit.

Leikurinn fer fram á Dalvíkurvelli, laugardaginn 1. maí kl. 14:00.