Samfélagsmiðlar hafa logað um helgina með myndum frá skíðasvæðinu í Skarðsdal, enda var margt um manninn og greinilegt að skíðagestir skemmtu sér hið besta.

Nú fer að líða að lokum skíðavertíðarinnar og verður síðasti dagurinn í Siglfirsku ölpunum þetta vorið, sunnudagurinn 2. maí.

Myndir: Skíðasvæðið Skarðsdal