Nú er jólablað Einingar-Iðju í vinnslu og óskað er eftir að fá ábendingar um efni.

Hefur þú frá einhverju áhugaverðu að segja eða veist þú um einhvern félagsmann Einingar-Iðju sem hefur frá einhverju skemmtilegu að segja, eða er að …

  • gera eitthvað forvitnilegt 
  • búa til eitthvað sem tengist jólunum 
  • hefur skemmtilega eða öðruvísi jólasiði 
  • eða bara hvað sem er, hafðu þá samband. 

Ef þú vilt koma einhverju á framfæri í blaðinu þá tekur Ásgrímur ritstjóri á móti öllum ábendingum í síma 460 3600 eða í gegnum netfangið asgrimur@ein.is

Ritnefnd blaðsins fer yfir allar tillögur sem berast og velur úr þeim.