Spáð er talsverðri rigningu á norðanverðu landinu einkum á Tröllaskaga og vestanverðum Skagafirði í dag, mánudaginn 22. júlí.

Samkvæmt veðurspá gæti uppsöfnuð úrkoma á þessum slóðum farið yfir 150 mm á næstu 36 klst. Úrkomuákefðin verður mest um 5-10 mm á klst aðfaranótt mánudags. Samfara úrkomunni er er spáð hvassri vestanátt og hita á bilinu 6-10 stig og verður frostmarkshæð um 1000 m y.s.

Við slíkar aðstæður má búast við vatnavöxtum í ám og lækjum en samfara því eykst hætta á skriðum og grjóthruni í bröttum hlíðum. Aukin skriðuhætta getur varað eftir að mesta rigning er búin. Því er ráðlagt að sýna aðgát næstu daga á þekktum skriðusvæðum.

Skjáskot/vedur.is