Launaseðill öryrkja í janúar 2020. Eru þetta einu launin sem hann hefur enda ekki getað safnað sér upp lífeyrisréttindum sökum veikinda

Í desember barst Trölla.is aðsend grein um launakjör öryrkja, vakti hún mikla athygli og er næst mesta lesna fréttin síðastlin mánuð.

Hefur verið ákveðið að birta laun hans mánaðarlega til að sýna svart á hvítu þennan blákalda raunveruleika sem við íslendingar bjóðum öryrkjum uppá, svo ekki sé talað um eldri borgara.

Öryrkinn sem þennan launaseðil á lenti í slysi á unga aldri og hefur ekki náð fullum bata eftir það. Með árunum hefur þetta slys haft aukinn áhrif á líf og heilsu sem hefur gert það að verkum að hann er ófær um líkamlega vinnu.

Nú höfum við fengið sendan launaseðil fyrir janúar 2020 og þessar línur með.

” Í áramótaræðu forsætisráðherra var rætt um lífskjarasamningana og farið yfir mannréttindi. Ekki var minnst á mannréttindi öryrkja, eldri borgara eða þeirra fátæku, í ræðunni sagði Katrín Jakobsdóttir.

Við erum ein þjóð þótt ólík séum innbyrðis og öll eigum við að eiga okkar stað í samfélaginu.

Á komandi ári verða verkefnin ærin, eins og þau eru reyndar alltaf. Með bjartsýni og hugrekki munum við takast á við þau saman og halda áfram að gera íslenskt samfélag enn betra fyrir okkur öll”.


Sjá eldri frétt á Trölla.is: r

Mynd og frétt: aðsent