Síðast liðna nótt var brotist inn á þremur stöðum á Blönduósi og verðmætum stolið. Lögreglan á Norðurlandi vestra hefur haft málið til rannsóknar og hefur einn aðili verið handtekinn í tengslum við það og er sá nú í haldi lögreglu. Málið var unnið í góðri samvinnu við Lögregluna á Höfuðborgarsvæðinu og Lögregluna á Norðurlandi eystra.

Annar aðili var gómaður á Sauðárkróki seinnipartinn í dag þar sem hann var kominn inn í bíl sem lagt var við heimahús. Hafði sá ætlað að taka verkfæratösku sem var í bílnum.

Lögreglan biður fólk um að vera vel á varðbergi gagnvart grunnsamlegum mannaferðum og hafa samband við lögreglu ef ástæða er til.

Þá er fólki bent á að ganga vel frá verðmætum og læsa bílum.