Afhending klippikorta fyrir gámasvæði Fjallabyggðar hefst í dag, 2. janúar 2020.

Hægt er að nálgast klippikort á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar Siglufirði og í afgreiðslu Bókasafns Fjallabyggðar Ólafsvegi 4, Ólafsfirði.

Sala klippikorta mun þó einungis fara fram á bæjarskrifstofu Fjallabyggðar Siglufirði. 

Frá 1. janúar 2020 þurfa íbúar og rekstraraðilar í Fjallabyggð klippikort til að komast inn á gámasvæði sveitarfélagsins. Íbúar og sumarhúsaeigendur fá afhent eitt kort á ári sér að kostnaðarlausu en rekstraraðilar þurfa að greiða 29.900 Kr. fyrir kortið.

Ekkert þarf að greiða fyrir ógjaldskyldan úrgang en klippt verður fyrir allan gjaldskyldan úrgang. Hvert klipp gildir fyrir 0.25 rúmmetra.

Að öllu jöfnu ætti eitt kort að duga út árið, en ef kort klárast er kægt að kaupa aukakort.