Fasteignamiðlun ehf kynnir fallega og mikið endurgerða eign að Hólavegi 17, 580 Siglufjörður, fastanúmer 213-0434 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Birt stærð eignar er 179,7 fm. Eignin var stækkuð með viðbyggingu við anddyri og eldhús árið 2011. Fullbúin 3 herbergja íbúð er í kjallara hússins sem hefur verið í útleigu. Fylgieining eignarinnar er bílskúr að Hólavegi 15b, fastanúmer 231- en birt stærð bílskúrs er 54,6 fm. 

Nánari upplýsingar veitir Arndís Erla Jónsdóttir Löggiltur fasteignasali og viðskiptalögfræðingur, í síma 690 7282, tölvupóstur arndis@fasteignamidlun.is.

Sjá myndir: HÉR

Nánari lýsing 
Þriggja hæða eign með íbúð í kjallara sem hefur verið í útleigu. Fallega endurgert og haldið í upprunalegt útlit. Viðbyggingu var bætt við 2011 þar sem anddyri og eldhús eignar var stækkað. Einnig var byggður pallur framan við inngang. 
Gengið er inn á miðhæð eignarinnar inn í flísalagt anddyri með gráum náttúruflísum og hiti er í gólfi. Anddyrið er viðbygging sem byggð var við húsið 2011. Veggir hafa verið klæddir með panel. Inn af anddyri er gengið inn í hol þar sem upprunalegt gólfefni hefur verið gert upp og panell á veggjum hefur verið lagfærður og gerður upp að hluta. Eldhúsið var tekið í gegn og stækkað með viðbyggingu. Innréttingar eru gamlar sérsmíðaðar í funkis stíl. Panell er á veggjum og parket á gólfi. Raflagnir hafa verið teknar í gegn á miðhæð og kjallara. Sérstakir rofar í anda tímabils eignarinnar sem fengnir voru erlendis voru settir upp. Pottofnar hafa verið yfirfarnir og málaðir og tengdir inn á nýjar lagnir. Stofa og borðstofa liggja saman og veggur var tekin niður sem áður var herbergi og stofa þannig stækkuð. Baðherbergi hefur einnig verið tekið í gegn á miðhæðinni en upprunalegt gólfefni er á gólfum sem búið er að pússa og lagfæra. Flísalagður sturtuklefi, ikea innrétting með sérsmíðuðum frontum og ikea vask. Búið er að skipta um lagnir á baðherbergi og panell er á veggjum. 
Upprunalegur stigi er á efri hæð sem búið er að gera upp. Einnig búið að setja gips plötur, einangra og klæða stigaganginn með panel og loftið með gipsplötum. Skipt var einnig um þettull þegar húsið var klætt.  
Á efstu hæð eignarinnar sem er að hluta til undir súð eru 3 rúmgóð svefnherbergi. Gólfefni hefur verið tekið í gegn að hluta en ekki í svefnherbergjum. Geymslupláss er á tveimur stöðum inn í vegg undir súð og búið er að klæða og leggja rafmagn í aðra þeirra svo hægt er að nýta það rými kósýhorn. Hægt er að komast upp á loft en það er ekki manngengt. 
Í kjallara er sérútbúin íbúð sem hefur verið í útleigu. Kjallaraíbúðin hefur verið tekin algjörlega í gegn. Sérinngangur er á vesturhlið eignarinnar og gengið er inn í flísalagt anddyri. Eldhús hefur verið tekið í gegn og settar ikea innréttingar með sérsmíðuðum frontum. Parket er fljótandi í gegnum íbúðina. Tvö rúmgóð herbergi eru í íbúðinni. Baðherbergi er flísalagt með dökkum náttúruflísum. Sturtuklefi er einnig flísalagður með hvítum flísum. Innréttingar eru frá Ikea með sérsmíðuðum frontum, ljósri borðplötu og ikea vaski. Gert er ráð fyrir þvottavél í innréttingunni. Skipt hefur verið um vatnslagnir og raflagnir. Nýjar hurðar og karmar. Innangengt er í þvottahús/geymslu þar sem stigi var upp á efri hæð en búið er að fjarlægja og loka fyrir. Útgengt er úr þvottahúsi/geymslu.  
Húsið hefur verið klætt að utan og einangrað. Skipt var um alla glugga og múrhúð löguð í kjallara. Drenað hefur verið frá eigninni að ofanverðu. Stigi er niður í garðinn sunnan megin og steyptur veggur norðan megin. Skipt var um þak og háaloft einangrað. 
Garður er graslagður og girtur af einnig er fánastöng í garði. 
Bílskúr á lóðinni þarfnast lagfæringar en skráð stærð hans er 54,6 fm með tveimur hurðum. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,4% – 0,8% hjá einstaklingum og 1,6% hjá lögaðilum af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðflutningsskjölum, mögulegu veðleyfi o.fl. – kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, sbr. þjónustusamning.

Fasteignamiðlun ehf. – Grandagarður 5 – 101 Reykjavík – Arndís Erla Jónsdóttir löggiltur fasteignasali