Nautahakks- og makkarónupanna (uppskrift fyrir 4-5)

  • 1 laukur, hakkaður
  • 2 hvítlauksrif, pressuð
  • 1 msk ólívuolía
  • 500 g nautahakk
  • 2 dósir (samtals 800 g) hakkaðir tómatar
  • 1 dós (400 ml) vatn
  • 225 g makkarónur, óeldaðar
  • salt og pipar
  • parmesan til að rífa yfir (má sleppa)

Steikið lauk og hvítlauk í ólívuolíu við vægan hita þar til mjúkt. Takið af pönnunni og leggið til hliðar. Brúnið nautahakkið,  hellið vökvanum frá og kryddið hakkið eftir smekk. Bætið tómötum, vatni (notið aðra tómatdósina til að mæla vatnið), hráar makkarónur, salt, pipar, lauk- og hvítlauksblönduna og grænmetistening á pönnuna og látið sjóða í 15-20 mínútur, eða þar til makkarónurnar eru mjúkar. Berið fram með góðu brauði og/eða salati.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit