Viðbótar frístundaakstri á milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar á þriðjudögum og fimmtudögum sem settur var á síðastliðið haust til reynslu, hefur ekki verið nýttur sem skyldi og fellur hann því niður frá og með fimmtudeginum 15. nóvember næstkomandi. segir á heimasíðu Fjallabyggðar.

Á fundi frístundanefndar Fjallabyggðar í haust var tekið fyrir erindi UÍF um auknar rútuferðir milli bæjarkjarna til að auðvelda iðkendum íþróttafélaga að komast heim að loknum æfingum.

Fallist var á þessa beiðni og Bæjarráð samþykkti að taka tilboði HBA í ferðir vegna aukins frístundaaksturs á árinu 2018 til reynslu og vísar kostnaði kr. 454.000 í viðauka nr.11/2018 sem mætt verður með lækkun á handbæru fé og vísar honum til umfjöllunar og afgreiðslu bæjarstjórnar.

 

Mynd: HBA