Tónlistarmaðurinn Huxi sendi frá sér lagið Hring Eftir Hring þann 10. febrúar 2023.

Um Huxa

Huxi hóf að skapa tónlist af einhverri alvöru fastur heima hjá sér í sóttkví.

Huxi semur lögin sín, textana og syngur sjálfur og er markmiðið alltaf að búa til eitthvað frumlegt og skapandi.

Hann eyðir að eigin sögn meginhluta vakandi stunda sinna í að dagdreyma og að velta einhverju fyrir sér.

Um lagið

Hring Eftir Hring er þriðja lagið sem Huxi gefur út og lýsir textinn innri togstreitu og sjálfsblekkingu sem margir kannast eflaust við.

Hann upplifði sig fastan í hringrás endurtekinna athafna sem hann komst ekki úr, þó svo að hann væri að einhverju leyti meðvitaður um eigin sjálfseyðingu.

Textinn segir frá því hvernig hann þráir að breyta til og lofar sjálfum sér að gera það með nýjum degi, þrátt fyrir að vita innst inni að hann muni á endanum lúta í lægra haldi fyrir eigin löngunum.

Lagið á Spotify