Kötturinn Moli sem  hefur verið týndur í níu daga skilaði sér heim í nótt. Hann kom fyrst heim á æskuslóðirnar þar sem hann var sem kettlingur á Hólavegi, heyrðu íbúar hússins mjálmið í honum og komu honum heim á Hlíðarveg.

Moli sem er 6 ára var feginn að komast heim, hafði hann lést töluvert, var mjög þreyttur og þurfti mikið kelerí og klapp frá heimilisfólkinu.

Eigendurnir Lýdía og Þórir, sem hafa leitað Mola um allan bæ á Siglufirði síðustu níu daga, vilja koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hafa aðstoðað þau við leitina.

Moli var mjög þreyttur og hafði lést töluvert á þessum níu dögum

 

Moli þurfti mikið kelerí og klapp við heimkomuna