Albert Einarsson kom fyrir nokkru í Ljóðasetur Íslands færandi hendi: upplag nýútkominnar ljóðabókar sem hann gaf setrinu til styrktar rekstrinum.

Bókin ber nafnið Abbi – ljóðamyndir frá liðinni tíð á Siglufirði.

Nokkur fjöldi fólks var saman kominn við athöfn af því tilefni.

Abbi, eins og Albert er jafnan kallaður, er fæddur á Siglufirði 1949 og ólst þar upp. Sonur Dúddu og Einars Alberts. Hann stundaði mjög skíðaíþróttina á unga aldri og vann hin fjölbreytilegustu störf í síldinni, meðal annars eitt sumar við Strákagöng – og tengjast margar ljóðmyndanna þessari reynslu hans.

Abbi kynnir bókina sem þakklæti sitt til Siglufjarðar fyrir það vegarnesti sem staðurinn veitti honum fyrir lífsgönguna.

Abbi var um nokkurra ára skeið skólameistari Fjölbrautaskólans í Neskaupstað og hefur búið síðustu áratugi í Noregi.

Ljóðmyndabókin Abbi fæst í Ljóðasetri Íslands.