Þær eru margar góðar, íslensku söngkonurnar, og í dag ætlum við í Gestaherberginu að gera þeim hátt undir höfði og spila mörg lög með þeim.

Soffía Björg, GDRN, Hrabbý, Dísa, Björk, Jónína Ara, Emilíana Torrini, Andrea Gylfa…. og svo margar margar fleiri. Vilt þú heyra þitt óskalag með íslenskri söngkonu? Hringdu þá í síma 5800 580 á milli klukkan 17 og 19 í dag og spjallaðu við okkur í beinni útsendingu…. eða bara á bakvið tjöldin, og svo reynum við að finna óskalagið þitt.

Ekki missa af Gestaherberginu á FM Trölla frá klukkan 17 til 19 í dag.

Útsendingatíðni FM Trölla er FM 103.7 fyrir þá sem búa í Eyjafirði, í Ólafsfirði, á Siglufirði, í Skagafirði eða á Hvammstanga.

Hægt er að hlusta á þáttinn út um allan heim með því að smella á hlusta á síðunni eða hér: Hlusta

Minnum sjómenn á hafi úti og aðra með takmörkuð netsambönd á skip.trolli.is

Einnig má finna upptökur af fyrri þáttum á Trölli.is/fm-trolli