Í gær komu 1000 skammtar af Pfizer bóluefninu og tæplega 80 skammtar af Moderna bóluefninu til Norðurlands. Pfizer bóluefnið er ætlað fyrir seinni bólusetningu hjá þeim sem voru bólusettir 19. – 25. janúar.  Moderna bóluefnið verður meðal annars nýtt til að bólusetja starfsfólk heimahjúkrunar og starfsfólk í dagdvölum á Akureyri og í nærliggjandi byggðum. 

Þessir skammtar verða nýttir fyrir vikulok og hafa þá um 1520 manns verið bólusettir að fullu og 280 til viðbótar fengið fyrri skammt.

Í næstu viku koma um 200 skammtar af Pfizer bóluefni sem er ætlað fyrir seinni bólusetningu þeirra sem voru bólusettir 2. – 5. febrúar. Auk þess er áætlað að 800 skammtar af AstraZeneca bóluefninu berist sem nýttir verða til að byrja á að bólusetja starfsmenn hjúkrunar- og dvalarheimila, sambýla og búsetukjarna og því haldið áfram viku síðar þegar um 500 skammtar til viðbótar berast. AstraZeneca bóluefnið er ætlað þeim sem eru á aldrinum 18 til 65 ára.

Í fyrstu viku mars munu berast 720 skammtar af Pfeizer bóluefninu sem verður nýtt til að halda áfram að bólusetja íbúa 80 ára og eldri og munum við komast langt með að bólusetja þann hóp í þessari sendingu.

Bent er á að þetta er áætlun og er því fyrirvari um breytingar.

Haft verður samband við íbúa og þeir boðaðir í bólusetningu þegar kemur að þeim.

Fólk er beðið um að sýna þolinmæði. Það mun koma að öllum og enginn verður skilinn útundan.