Ný lög um lögheimili og aðsetur og reglugerð um sama efni tóku gildi 1. janúar 2019. Markmið laganna og reglugerðar er að stuðla að réttri skráningu lögheimilis og aðseturs á hverjum tíma og tryggja réttaröryggi í meðferð ágreiningsmála er varðar skráningu lögheimilis.

Vakin er sérstök athygli á auknum eftirlitsheimildum Þjóðskrár Íslands með lögheimilisskráningu. Þegar uppi er vafi um rétta skráningu á lögheimili er Þjóðskrá Íslands heimilt að óska eftir upplýsingum frá stjórnvöldum og fyrirtækjum í einkarekstri, sem búa yfir eða varðveita upplýsingar um búsetu einstaklinga, í þeim tilgangi að ákvarða rétta skráningu. Stjórnvöldum og fyrirtækjum í einkarekstri er rétt og skylt að verða við beiðni Þjóðskrár Íslands.

Þá er stjórnvöldum og fyrirtækjum í einkarekstri heimilt að eigin frumkvæði að upplýsa Þjóðskrá Íslands þegar þau verða þess vör að ósamræmi er á milli lögheimilisskráningar og raunverulegrar búsetu.

 

Sjá nánar á vef Stjórnarráðsins