Árið 2019 verður tvímælalaust það stærsta hvað varðar farþegafjölda skemmtiferðaskipa til Siglufjarðar í sumar.
Alls eru áætlaðar 39 skipakomur 11 farþegaskipa til Siglufjarðar á árinu frá og með 14. maí til 20. september. Með þeim koma 7.925 farþegar. Er það sami fjöldi skipa og á síðasta ári en töluverð fjölgun farþega þar sem fleiri stærri skip eru áætluð í ár en í fyrra. Fjöldi skipakoma er þó minni í ár en á síðasta ári en þá voru skipakomur 42.
Nýtt farþegaskip, Saga Sapphire , með um 600 farþega innanborðs bætist í hóp þeirra skipa sem hingað koma í ár. Nokkuð eru um að skip stoppi lengur í höfn en áður en lengsta viðvera verður allt upp í 16 klst.
Fyrsta farþegaskip ársins Ocean Diamond kemur til hafnar þann 14. maí og mun það hafa viðveru frá kl. 08:00-13:00.