Líflegt hefur verið í Alþýðuhúsinu á Siglufirði undanfarið, 18 útskriftarnemar frá Listaháskóla Íslands eru á Siglufirði og Ólafsfirði þessa dagana í listasmiðju ásamt kennara sínum, sem Aðalheiður Eysteinsdóttir hýsir í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Aðalheiður starfar einnig sem kennari LHÍ í þessu samstarfi.

Nemarnir skipuleggja viðburði í bænum þessar tvær vikur sem þau dvelja hérna og líkur með samsýningu í Segli 67 laugardaginn 26. janúar n.k.

Krakkarnir eru búin að skoða marga staði á Siglufirði, svo sem Síldaminjasafnið, sundlaugina, bakaríið, rakarastofuna, bókasafnið, Sjálfsbjörgu og eru full af hugmyndum.

„Þetta myndar svo mikilvæg tengsl, bæði fyrir listafólkið en ekki síður fyrir okkur íbúa Fjallabyggðar, að kynnast og tengjast þessu unga og upprennandi listafólki sem er að stíga sín fyrstu skref eftir skólann“ segir Aðalheiður.

„Það hefur sýnt sig með þessa hópa sem hafa verið að koma til okkar hingað í Alþýðuhúsið, bæði Reitir og listasmiðjan SKAFL, að þetta fólk er að skila sér mikið aftur inn í samfélagið með ýmsum hætti, til að sýna, koma með fjölskyldurnar sínar, og tveir eru búnir að kaupa sér hús hérna, og sumir vilja helst setjast hér að. Allt er þetta árangur af því skapandi starfi sem fram fer hér“ segir Aðalheiður einnig.

Hér að neðan eru nokkrar myndir sem segja frá því sem útskriftanemarnir hafa verið að bardúsa í daglega lífinu undanfarið, annarsvegar magadans undir leiðsögn Kristína R Berman og matargerð í eldhúsi Alþýðuhússins.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

.

 

 

Myndir: úr einkasafni