Pasta í parmesanrjómasósu með hráskinku, mozzarella og basiliku

Uppskrift fyrir 4-5

  • ca 300 g pasta (ósoðið)
  • ca 1 dl rjómi
  • ca 2 dl rifinn parmesan
  • salt og pipar
  • ferskur mozzarella, rifinn sundur í smærri bita
  • hráskinka
  • fersk basilika
  • furuhnetur, þurrristaðar

Sjóðið pastaskrúfur í söltu vatni, eftir leiðbeiningum á pakkningu. Takið frá ca 1/2 dl af pastavatninu áður en því er hellt af pastanu. Setjið pastað aftur í pottinn og bætið rjóma og rifnum parmesan saman við. Kryddið með salti og pipar. Setjið mozzarella, hráskinku og ferska basiliku saman við. Stráið ristuðum furuhnetum yfir áður en rétturinn er borinn fram. Berið fram með pipar og auka parmesan osti.

Uppskrift: Ljúfmeti og lekkerheit