Aurskriða féll í Brimnesdal í Ólafsfirði í morgun.
Hefur það í för með sér að litur hefur komið í kalt neysluvatn.
Strax í morgun var hafist handa við að hreinsa vatnið og er unnið hratt að því að koma vatninu í eðlilegt horf. Gert er ráð fyrir að vatnið verði orðið hreint síðar í dag.
Mynd/Magnús G. Ólafsson