Tvær aurskriður hafa fallið sunnan við Stóra bola á Siglufirði í nótt. Trölli.is hafði samband við Veðurstofu Íslands og fékk þær upplýsingar að uppsöfnuð úrkoma á Siglufirði síðasta sólarhring hafi verið 140 millimetrar.
Eins og fram kom í frétt á Trölli.is um hádegi hefur flætt inn í hús á Eyrinni á Siglufirði, eins inn í húsnæði Menntaskólans á Tröllaskaga, í kjallara sundlaugarinnar í Ólafsfirði og allt á floti við tjörnina þar. Einnig eru miklir vatnavextir í Héðinsfirði.
Kunnugir segja að kolmórauðar árnar, Fjarðará og Skútuá, beri það með sér í dag að aurskriður hafa fallið frammi í dölunum, Skútudal og Hólsdal.
Veðurstofa Íslands hefur gefið út viðvörun vegna úrkomunnar á Tröllaskaga. Dregur smám saman úr vindi og úrkomu þegar líður á daginn.

.

.