Krakka kosningar

Það fer væntanlega ekki fram hjá neinum að kosningar eru á næsta leiti. Í ljósi þessa ákváðum við að efna til okkar eigin kosninga hér á Núpaskál. Að sjálfsögðu fór fyrst fram prófkjör þar sem hvert barn fyrir sig tjáði sig um hvað væri besti maturinn þeirra og þau vildu jafnframt að yrði á boðstólum í hádeginu. Niðurstöður voru svo teknar saman og voru 3 réttir sem lentu á kjörseðlinum sem voru myndrænir, Hamborgari, Grjónagrautur og Pizza. Nú að sjálfsögðu þurfti einnig að útbúa kjörkassa og kjörklefa. Þegar allir voru búnir að kjósa þurfti að sjálfsögðu að telja atkvæðin...

Lesa meira