Á degi íslenskrar tungu

Dagur íslenskrar tungu er haldinn hátíðlegur í dag á fæðingardegi Jónasar Hallgrímssonar, en hann er fæddur þann 16. nóvember árið 1807 að Hrauni í Öxnadal. Það ætti ekki að þurfa að fara mörgum orðum um Jónas en hann var eins og flestir vita, skáld gott, náttúrufræðingur, stofnandi tímaritsins Fjölnis og mikill nýyrðasmiður svo fátt eitt sé nefnt. Semsagt: fluggáfaður (en það er einmitt eitt af þeim fjölmörgu orðum sem Jónas smíðaði). Í tilefni af fæðingardegi þessa merka manns er því ekki úr vegi að birta mannlýsingu á Jónasi sjálfum, ritaða af félaga hans Konráði Gíslasyni, en þarna koma fyrir...

Lesa meira