Hljómsveitin Babies, sem er nú þegar orðin þjóðkunn fyrir tónleika og dansleiki, gaf út á dögunum lag sem ber heitið Næsta hæð.
Fengu þeir í lið með sér reynslubolta úr tónlistarbransanum. Hinn eini sanni Stefán Hilmarsson samdi textan og Dagur Sigurðsson, stórsöngvari, syngur lagið af tærri snilld.
Næsta hæð er grípandi lag, með jákvæðum boðskap sem hressir hvern manninn í amstri dagsins.
Lagið er í spilun á FM Trölla og fjallar um að brjótast úr viðjum vanans og grípa hvert tækifæri þegar það gefst.
Ef eitthvert lag á heima í partýinu, bílnum, útvarpinu, lyftunni, playlistanum, ræktinni, við grillið, sundlaugarbakkann eða jafnvel í stigaganginum þá er það Næsta hæð.
Flytjendur: Babies flokkurinn & Dagur Sigurðsson
Lag: Elvar Bragi Kristjónsson
Texti: Stefán Hilmarsson
Upptökur: Albert Finnbogason/Babies flokkurinn
Hljóðblöndun: Ísak Örn Guðmundsson
Master: Hoffe Stannow
Plötuumslag: Sandra Rós Björnsdóttir
Aðsent