Rafmagn datt út í Ólafsfirði og Siglufirði um kl. 14.05 í dag og ekki hefur verið uppgefið hvenær það kemst á aftur.

Einnig eru rafmagnstruflanir sums staðar í Skagafirði.

Ófært er um Siglufjarðarveg og Ólafsfjarðarmúla vegna ófærðar og snjóflóðahættu, ekki er búist við því að vegirnir opnist í dag.

Viðmælandi Trölla.is sagði að það væri leiðinda veður “svona norðan drulla” í Ólafsfirði.

Spáin fyrir Norðurland fyrir daginn í dag og morgundaginn er norðaustan og austan 13-20 m/s í dag, en hægari vindur austanlands. Snjókoma eða él um landið norðanvert, en annars þurrt að mestu. Hiti kringum frostmark.

Lægir smám saman í nótt og á morgun og dregur úr éljum fyrir norðan, en þurrt sunnantil á landinu. Kólnandi og talsvert frost annað kvöld.

Skjáskot: Rarik/Vegagerðin