Vegna gríðarlegr­ar úr­komu og skriðuhættu er veg­far­end­um ein­dregið ráðið frá því að aka Siglu­fjarðar­veg.

Á Vestfjörðum og Norðurlandi er enn talsvert vatnsveður og möguleiki á að vatn flæði yfir veg. Þá er einnig möguleiki á grjóthruni og ökumenn því hvattir til að fara að öllu með gát. 

Þetta kem­ur fram á vef Vega­gerðar­inn­ar.

Erlendur Örn Fjelsted tók myndir í frétt þegar hann átti leið um Siglufjarðarveg ásamt fjölskyldu sinni í gærkvöldi.


Frétt hefur verið uppfærð.