Ólafsfirðingar láta ekki leiðindaveður og úrhelli aftra sér frá því að halda rennblautt Sápuboltamót.

Sápuboltamótið í Ólafsfirði er árviss viðburður og bíða margir spenntir allt árið eftir að taka þátt í þessari litríku skemmtun.

Eins og myndirnar sýna sem Guðmundir Ingi Bjarnason tók áðan er ekkert sem stöðvar þessa skemmtun, mótið stendur fram eftir degi og endar í gleðskap í Höllinni í kvöld.

Þar skemmta þeir Svenni Þór og Benni Brynleifs og spila frá kl. 21:00 – 23:00 , enginn annar en DJ Greyhound hitar upp fyrir þá.

Á sápuboltamótinu hefur verið rík hefð fyrir því að liðin mæti til leiks í skrautlegum búningum.

LEIKREGLUR eru:
-Fjórir inni á vellinum í hvoru liði. Engin takmörk eru á skiptimönnum (fjölda aðila í hverju liði).
-Hver leikur er 1×10 mín.
-Frjálsar skiptingar.
-Dómari ákveður refsingar fyrir brot.
-Spilað á tánum

Eftir mót verða verðlaun veitt fyrir flottasta búninginn ásamt öðrum skemmtilegum viðurkenningum.