Fyrsta smitið vegna kórónuveirunnar, COVID-19 hefur verið staðfest á Akureyri. Samkvæmt upplýsingum á covid.is er nú eitt smit á Norðurlandi eystra en 25 einstaklingar eru í sóttkví.

Samkvæmt heimildum á Kaffið.is er smitið sem hefur verið staðfest á Norðurlandi eystra á Akureyri.

Alls eru smit á Íslandi nú 171 en 168 þeirra eru á Suðurlandi og á Höfuðborgarsvæðinu.