Birgitta Ósk Pétursdóttir, fasteignasali á Kanaríeyjum

Fimmtán daga útgöngubann hefur tekið gildi á Kanaríeyjum og meginlandi Spánar.

Á Kanaríeyjum dvelja fjölmargir Íslendingar. Þeir Íslendingar sem fréttaritari hefur heyrt frá láta vel af sér og ekki er vitað af neinum Íslendingi á Kanarí sem er smitaður af Covid-19.

Lögreglan fylgir útgöngubanninu eftir og er há sekt fyrir að fara ekki eftir því, Sektin getur verið frá 100 evrum upp í 60.000 evrur vegna hegðunar sem getur sett heilsu íbúa í verulega hættu. Það er einnig rætt um mögulega fangelsisvist frá 3 mánuðum upp í 4 ár.

Á forsíðumyndinni má sjá alvopnaðan lögregluþjón fylgjast með göngustíg við Ensku ströndina í Maspalomas. Myndina tók Einar Logi Einarsson.

Trölli.is vill benda Íslendingum á góðar upplýsingar inni á facebooksíðunni Heilsan á Kanarí sem Einar Logi Einarsson heldur úti.
Hér eru nokkur símanúmer sem hann gefur upp á síðunni.

Nokkur neyðarnúmer
Ef grunur leikur á veirusýkingu eru eftirfarandi 3 númer hjá sóttvarnar yfirvöldum, sem senda teymi og meta ástandið.
Almennt neyðarnúmer: 900 112 061
Svarað á ensku: 902 102 112
Svarað á spænsku: 112


Einnig getur starfsfólk Clinica Vita verið fólki á Gran Canari innan handar.
Íslendinga sími: 608 594 082.

Hér að neðan koma upplýsingar um þær reglur sem eru í gildi sem Birgitta Ósk Pétursdóttir fasteignasali á Kanarí tók saman fyrir Íslendinga. Sjá vefsíður Birgittu Óskar Pétursdóttur fasteignasala, Nordicway.es og Birgitta, fasteignasali á Kanaríeyjum

HVAÐ MÁ ÉG GERA?
Reglugerðin segir að þið eigið að vera heima, en þið megið fara út að kaupa mat, lyf og nauðsynjar, fara til læknis, kaupa bensín, og fara í vinnuna, veita öldruðum og einstaklingum með sérþarfir aðstoð (bara 1 manneskja), fara í bankann eða tryggingafélagið þitt og aftur heim. Það má fara með hundinn í stuttan túr, en það má ekki öll fjölskyldan fara út með hundinn, bara 1 manneskja.

Þú mátt keyra, en bara til þess að gera það sem er leyfilegt að gera.

HVAÐ MÁ ÉG EKKI GERA?
Þú mátt ekki fara út að hlaupa eða hjóla, þú mátt ekki fara með börnin þín út að leika, þú mátt ekki fara út í stóra göngutúra (þú mátt bara rölta eða hjóla í búð eða þangað sem er leyfilegt að fara), mátt ekki fara á ströndina, ekki sundlaugina, o.s.frv.

Það er sagt að það megi ekki fara í heimsóknir þar sem markmið bannsins er að forðast að fólk komi saman og smiti hvert annað.

(ATH allar skemmtanir, golfvellir, leikhús o.þ.h., ræktarsalir, fatabúðir o.þ.h. verður lokað).

HVAÐA ÞJÓNUSTUR VERÐA OPNAR?

Heilsugæslan, verslanir sem selja tóbak, dagblöðin o.s.frv., hárgreiðslustofur (bara fyrir þvott fyrir þá sem eiga erfitt með að þvo hárið sitt sjálfir), optics shop, bæklunarlæknir, gæludýraverslanir, tölvuþjónustubúð, þvotta þjónusta, matvöruverslanir, apótek. Það er bannað að dvelja lengur í búðunum en þú þarft, og þú þarft að virða lágmarks fjarlægð á milli fólks (minnst 1 metra).

Ath það fer eftir bönkum, tryggingafélögum o.fl. hvernig þeir munu vinna, sumir munu loka og bjóða uppá símafundi og svoleiðis. Það getur verið að það verði opin fleiri fyrirtæki, það er ennþá verið að vinna í nánari útfærslu.

Allir veitingastaðir og barir verða lokaðir, og mega bara bjóða uppá heimsendingu eða “take away”. Ef þeir eru opnir er það bara til að gera þér kleyft að kaupa mat eða drykki til að taka með þér heim, það er bannað að setjast niður á stöðunum og borða/drekka.

FLUGVÉLAR OG BÁTAR
Bátar og flugvélar þurfa að fara skerða notkun niður í 50%. Flugvöllurinn MUN EKKI LOKA. Þessar prósentur geta breyst ef þeir sjá þörf á því.

ALMENNINGS SAMGÖNGUR
Strætó mun ganga, en það fá færri að fara í einu. Strætó og rútur þurfa að uppfylla daglega strangar sótthreinsunarreglur. “Private Transport” þarf að skera niður rekstur sinn í 50%.

GET ÉG FENGIÐ SEKT?
Já, þú getur fengið háa sekt ef þú ferð ekki eftir reglunum sem gilda núna í 15 daga.

ÞARF ÉG AÐ VERA HRÆDD/UR Á KANARÍEYJUM?
Nei, og aftur nei, smit hér eru mjög fá, og Spánn hefur tekið þessa ákvörðun vegna þess staðir eins og Madrid og Barcelona eru með mjög mörg smit og vegna þess að Kanaríeyjar tilheyra Spáni, þurfum við að fara eftir reglunum sem settar verða yfir allan Spán.