Í byrjun ágúst hófu Fljótamenn að safna fyrir ærslabelg og leiktækjum fyrir börnin. Eftir að grunnskólanum á Sólgörðum var lokað þurfa börnin um langan veg að fara í skóla en lítið er um að vera fyrir þau á svæðinu.

Söfnunin hefur gengi framar björtustu vonum forsvarsmanna söfnunarinnar. Söfnunarféð er þegar komið í 1.030.00 og eru enn að berast framlög.

Þegar farið var af stað með söfnunina tilkynnti Haukur B. Sigmarsson fyrir hönd Eleven Experience Deplar Farm að þeir kæmu myndarlega að verkefninu. Nú hefur verið tilkynnt að þeir koma til með að gefa ærslabelginn. Áætlað er að ærslabelgurinn kosti um eina milljón en sveitafélagið hefur lofað því að sjá um uppsetningu hans.

Forsvarsmenn söfnunarinnar ætla því að nota söfnunarféð til að bæta enn frekar aðstöðu fyrir börnin í Fljótum og skipuleggja svæði í landi Nýræktar sem íbúar fengu afnot af.

Frjáls framlög má leggja inn á reikning Íbúa- og átthagafélagsins. Reikningsnúmer: 0347-26-006706, kt: 670617-1140