Á  640 fundi bæjarráðs Fjallabyggðar var lagt fram erindi Önnu Maríu Guðlaugsdóttur fh. Skógræktarfélags Ólafsfjarðar, dags. 09.02.2020 þar sem óskað er eftir samningi við Fjallabyggð um uppgræðslu landgræðsluskógs norðan Brimnesár að Hlíð ásamt samningi við Skógræktarfélag Íslands og uppfærðum hnitsettum uppdrætti tæknideildar þar sem tekið er tillit til aðal- og deiliskipulags og einkalóða á svæðinu sem skipulags- og umhverfisnefnd lagði til að yrði fylgiskjal samnings.

Bæjarráð samþykkir að fela bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar að vinna málið áfram og leggja fyrir bæjarráð.

Einnig var lagt fram á sama fundi annað erindi frá Önnu Maríu Guðlaugsdóttur fh. Skógræktarfélags Ólafsfjarðar, dags. 09.02.2020 þar sem óskað er eftir því að Fjallabyggð verði Skógræktarfélaginu innanhandar með að skipuleggja bílaplan og útivistarbrautar fyrir ofan Ólafsfjörð sem mun liggja um svæði skógræktarinnar.

Skógræktarfélagið og Skíðafélag Ólafsfjarðar hafa gert með sér samning um að tengja gönguskíðabraut við útivistarbrautina. Sótt hefur verið um styrki til Eyþings og í Framkvæmdasjóð ferðamanna.

Einnig er óskað eftir styrk frá Fjallabyggð sambærilegum og þeim sem Skógræktarfélag Siglufjarðar fær.

Bæjarráð samþykkir að óska eftir umsögn frá bæjarstjóra og deildarstjóra tæknideildar.