Nú þegar rafmagnslaust er í Fjallabyggð og víðar liggja hefðbundnar útsendingar FM Trölla niðri, þar sem stór hluti af búnaði stöðvarinnar er starfræktur á Siglufirði.

Þó er aðal miðlari net-útsendinga FM Trölla í Reykjavík, þar sem rafmagn er í lagi.

Í augablikinu er hægt að ná sendingum á netinu – trolli.is – og er sent út frá Kanaríeyjum.

Vonandi kemst rafmagn aftur á sem fyrst, því “þetta er orðið alveg ágætt” eins og einhver sagði um ástand rafmagnsmála undanfarið.