Samkomulag hefur náðst á milli bæjarstjóra Fjallabyggðar og bæjarstjórnar um starfslok bæjarstjóra.
Bæjarstjórn vill þakka Sigríði Ingvarsdóttur fráfarandi bæjarstjóra fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óska henni velfarnaðar í framtíðinni.
Bæjarstjórn Fjallabyggðar mun á næstu dögum taka ákvörðun um hvernig verður staðið að ráðningu nýs bæjarstjóra.
Mynd/aðsend