Samkomulag hefur náðst á milli bæjarstjóra Fjallabyggðar og bæjarstjórnar um starfslok bæjarstjóra.

Sigríður var ráðin í starf bæjarstóra af meirihlutanum í Fjallabyggð árið 2022 og átti að sitja til árs­ins 2026. 

Bæjarstjórn vill þakka Sigríði Ingvarsdóttur fráfarandi bæjarstjóra fyrir vel unnin störf í þágu sveitarfélagsins og óska henni velfarnaðar í framtíðinni.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar mun á næstu dögum taka ákvörðun um hvernig verður staðið að ráðningu nýs bæjarstjóra.

Mynd/aðsend