Á 308. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Fjallabyggðar voru lagðar fram tvær tillögur um staðarval nýs kirkjugarðs í Ólafsfirði. Einnig var lögð fram staðarvalsgreining sem unnin var af Kanon Arkitektum. Ákvörðun um staðarval vísað til bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn telur brýnt að óska eftir áliti íbúa áður en staðsetning á nýjum grafreit í Ólafsfirði verður ákveðin.
Deildarstjóra stjórnsýslu og fjármáladeildar er falið að leggja fram tillögur að útfærslu á atkvæðagreiðslu meðal íbúa Ólafsfjarðar. Bæjarstjórn veitir bæjarráði heimild til fullnaðarafgreiðslu á framkvæmd atkvæðagreiðslunnar.
Sjá staðarvalsgreiningu Kanon: HÉR
Mynd/skjáskot úr staðarvalsgreiningu