Á 634. fundi bæjarráðs óskaði bæjarráð eftir umsögn deildarstjóra tæknideildar, vegna áskorunar aðalfundar Veiðifélags Ólafsfjarðar þess efnis að bæjarstjórn bannaði alla netaveiði í landi Fjallabyggðar við Ólafsfjarðarvatn.

Lagt fram vinnuskjal deildarstjóra tæknideildar dags. 09.01.2020.

Bæjarráð samþykkir að beina því til bæjarstjórnar að banna alla netaveiði í landi Fjallabyggðar við Ólafsfjarðarvatn. Deildarstjóra tæknideildar verður falið að koma því á framfæri með auglýsingu.