Samkvæmt 37. gr. umferðarlaga nr.77/2019 skal hámarksökuhraði tilgreindur í heilum tugum að undanteknum hámarksökuhraðanum 15 km á klst.

Í þéttbýli Fjallabyggðar er hámarksökuhraði 35 km á klst.
Skipulags- og umhverfisnefnd Fjallabyggðar samþykkti á 250. fundi sínum að hámarkshraði verði hækkaður í 40 km á klst. að undanskildum götum við skóla, leikskóla og íþróttamiðstöðvar, þar verði hann lækkaður í 30 km á klst.

Tæknideild er falið að koma með tillögu að götum þar sem hámarkshraði verði lækkaður í 30 km klst. og einnig verði skoðaður sá möguleiki að setja upp þrengingar við þessar stofnanir.