Sigríður Hrund Pétursdóttir, forsetaframbjóðandi, verður á faraldsfæti um landsbyggðina næstu vikurnar.

Í þessum fyrsta legg hringferðar Sigríðar Hrundar mun hún heimsækja fjóra staði á Norðurlandi; Sauðárkrók, Siglufjörð, Dalvík og Akureyri. Þar kemur Sigríður Hrund til með að bjóða til kaffispjalls á opnum fundum og heimsækja vinnustaði þar sem fólki gefst tækifæri til að eiga beint og milliliðalaust samtal við hana um þau mál sem helst á því brennur.

Hittumst á heimavelli!


Sauðárkrókur
Miðvikudagur 13. mars

  • kl. 17:00, Kaffi Krókur
    Siglufjörður
    Fimmtudagur 14. mars
  • kl. 12:00, Torgið
  • kl. 18:00, Sigló Hótel
    Dalvík
    Föstudagur 15. mars
  • kl. 15:00, Kaffihús Bakkabræðra Gísli, Eiríkur, Helgi
    Akureyri
    Laugardagur 16. mars
  • kl.16:00, Mói Bistro, Hofi
    Sunnudagur 17. mars
  • kl. 16:00, Ketilkaffi
  • Verið öll hjartanlega velkomin. Skráning er óþörf.
    Nánari upplýsingar veitir samskiptastýra Sigríðar Hrundar, Harpa Hjálmtýsdóttir, á netfanginu samskipti@sigridurhrund.is

Mynd/aðsend